Fótbolti

Fyrsta tap Udinese í einn og hálfan mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil og félagar voru taplausir í fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í dag.
Emil og félagar voru taplausir í fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í dag. vísir/getty
Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska úrvalsdeildarliðinu töpuðu á grátlegan hátt fyrir Inter á heimavelli í dag. Lokatölur 1-2, Inter í vil.

Þetta var fyrsta tap Udinese frá 27. nóvember. Liðið fékk 10 stig úr næstu fjórum leikjum sínum og mjakaði sér upp töfluna. Udinese er nú í 11. sæti deildarinnar með 25 stig.

Emil kom inn á sem varamaður á 62. mínútu, í stöðunni 1-1. Þetta var tólfti deildarleikur íslenska landsliðsmannsins á tímabilinu.

Jakub Jankto kom Udinese yfir á 17. mínútu en Ivan Perisic jafnaði metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Perisic var svo aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann skoraði sigurmark Inter.

Þetta var fjórði sigur Inter í röð en liðið er með 33 stig í 7. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×