Innlent

Fyrsta alíslenska sirkustjaldið er komið til landsins

Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar
Meðlimir Sirkus Íslands eru himinlifandi með komu tjaldsins
Meðlimir Sirkus Íslands eru himinlifandi með komu tjaldsins
Fyrsta alíslenska sirkustjaldið er loksins komið til landsins, en þess hafa meðlimir Sirkus Íslands beðið með mikilli eftirvæntingu.

Tjaldið er gífurlega veglegt og getur rúmað um 400 manns.

Á dögunum var haldin samkeppni um nafngift tjaldsins og barst sirkusnum rúmega hundrað tillögur. Eitt nafn bar sigur úr býtum en það er nafnið "Jökla".

Sigurtillagan kom frá Kolbrúnu Nadiru Árnadóttur og Söndru Önnudóttur.

Nafnið þykir henta sérstaklega vel því það hefur vísun í íslenska náttúru sem er eins og Sirkus Íslands stórbrotin, fjörug og sker sig úr að sögn Sirkusstjórans Lee Nelson. Hann bendir einnig á að útlit tjaldsins minni helst á eldspúandi jökul.

6 konur bera nafnið Jökla á Íslandi og hefur sirkusinn ákveðið að bjóða þeim konum ókeypis á sýningar fyrir lífstíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×