Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 18:42 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira