Innlent

Fylgstu með óveðrinu á gagnvirkum kortum

Birgir Olgeirsson skrifar
Í dag verður vonskuveður á landinu.
Í dag verður vonskuveður á landinu.
Í dag verður vonskuveður á landinu. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu um landið SV-vert, stormur eða rok (20-28 m/s) víða síðdegis. Hlýnar smám saman og fer þá úrkoman yfir í rigningu. Veðrið ætti að ná hámarki fljótlega eftir hádegi SV-lands en seinnipartinn í öðrum landshlutum. Milli k. 16 og 17 í dag fer að lægja og draga úr vætu, fyrst á Reykjanesi og fljótlega eftir miðnætti ganga skilin síðan norðaustur af landinu.

Í nótt og á morgun verður kominn vestlæg átt, víða 8-15 m/s með éljum um landið S- og V-vert, en hvassari verður á stöku stað seint í nótt og í fyrramálið. Annað kvöld og aðfaranótt sunnudags gæti snjóað nokkuð samfellt úr smáskilum á S- og V-landi, en styttir upp að mestu um morguninn og munu þá skilin ganga norður yfir landið með snjókomu nokkuð víða.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá á gagnvirkum kortum hvernig veðrið hegðar sér í dag.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×