Innlent

Fylgistapið kemur ekki á óvart

BBI skrifar
Það þarf ekki að koma á óvart að Vinstri Grænir tapi fylgi frá síðustu kosningum. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að fylgistapið endurspegli að einhverju leyti óvinsældir ríkisstjórnarinnar.

„En sagan segir manni líka ýmislegt. Sögulega voru þeir alltaf með þetta fylgi," segir hún. Þegar Vinstri Grænir buðu fyrst fram árið 1999 og 2003 var fylgið í kringum tíu prósent.

Árið 2007 fór fylgið upp í 15% og var svo orðið 22% árið 2009. „Það skýrist af þeim aðstæðum sem þá voru. Það var náttúrlega fátt sem benti til þess að þeim tækist að halda í þetta fylgi. Ég myndi segja að 10% væri þeirra kjarnafylgi," segir Stefanía og heldur áfram. „Ef maður ætti að spá fyrir um hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar gengið verður til kosninga myndi ég segja að það væri eitthvað milli 10-15%. Kannski nær 10%."

Það sem vekur mesta athygli við þjóðarpúlsinn að mati Stefaníu er fylgi Bjartrar Framtíðar, en flokkurinn mælist með 12,3% og er fjórði stærsti flokkur landsins miðað við könnunina. „Þeir eru með ágætis stuðning í bili en maður veit ekkert hvernig þetta þróast," segir hún.


Tengdar fréttir

Björt Framtíð á meira inni

Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Bjartrar Framtíðar, er ánægður með fylgið sem flokkurinn mælist með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×