Fundu ferðamann í tjaldi á fjórtándu holu Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 14:56 „Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni,“ segir Hjörtur. Mynd/Hjörtur Brynjarsson Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Kylfingar á Korpúlfsstaðavelli rákust á þriðjudagskvöld á erlendan ferðamann sem var að koma upp tjaldi á einum teignum. Svo virðist sem hann hafi gist þar um nóttina en sé nú farinn. Hjörtur Brynjarsson, einn kylfinganna, deildi mynd af kappanum og tjaldinu á Facebook sem vakti athygli Víkurfrétta. Hjörtur segir í samtali við Vísi að félagarnir hafi verið á fjórtandu holu á teig þar sem kylfingar spila sjaldan, um þrjátíu metrum lengra en alla jafna er farið. „Við förum þarna upp og þá er félaginn bara að föndra eitthvað með tjaldið sitt og græjur,“ segir Hjörtur. „Ég benti honum vinsamlega á að það væru til tjaldstæði. Ég vissi ekki hvort hann væri bara villtur eða hvað. En hann sagði að það hefði sprungið dekk á hjólinu hans og að hann hefði bara ákveðið að bíða eftir því að Bauhaus, sem er þarna við hliðina, myndi opna.“ Hjörtur og félagar tóku þessa útskýringu góða og gilda, enda ferðalangurinn ekkert að trufla þá í iðju þeirra. „Við vorum svosem ekkert að ræða við hann,“ segir hann. „Við bara slógum og héldum svo áfram en okkur þótti þetta frekar fyndið. Þannig við ákváðum að taka þessa mynd. Ég þóttist bara vera að taka mynd af stráknum sem var að slá en náði honum náttúrulega í leiðinni.“ Annar kylfingur frá Golfklúbbi Reykjavíkur heimsótti sama teig um nóttina og náði annarri mynd af tjaldinu, sem var þá komið upp. Ferðalangurinn seinheppni hefur sennilega sofið þar um nóttina. „Þetta hefur nú gerst oft áður hjá okkur,“ segir Birkir Már Birgisson, vallarstjóri Korpúlfsstaðarvallar. „Þetta var líka í fyrra og hittifyrra.“ Birkir Már segist ekki hafa orðið var við það að þessi tiltekni ferðamaður hafi komið og farið. Svona mál hafi þó reglulega komið upp og það sé aldrei vesen að vísa fólki burt. „Öll skiptin sem við höfum rekist á þetta, þá hafa þetta verið útlendingar. Þeir hafa sjálfsagt bara heyrt að á Íslandi megi tjalda hvar sem er, ég veit það ekki.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira