Innlent

Full þörf á viðbúnaðinum vegna veðursins í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvassviðri og snjókoma hafa einkennt höfuðborgarsvæðið í dag.
Hvassviðri og snjókoma hafa einkennt höfuðborgarsvæðið í dag. vísir/gva
Töluvert hefur verið um útköll hjá lögreglu og björgunarsveitum í dag en í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að full þörf hafi verið á þeim viðbúnaði sem viðhafður var í dag vegna óveðursins.

„Lögreglan er sérstaklega þakklát fyrir skynsemi borgarbúa um að halda sig heimavið og vera sem minnst á ferðinni, en einmitt vegna þessa hefur náðst að ryðja stofnbrautir og halda umferðinni gangandi fyrir það mesta. Sumum hefur þótt viðbúnaður fullmikill, en reynslan sýnir okkur að full ástæða var til þessa, enda skárra að sitja inni með kakó en í föstum bíl í vegkanti,“ segir í færslunni.

Dregið hefur verið úr viðbúnaði enda er veðrið nú að mestu leyti gengið niður á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla og björgunarsveitir munu þó áfram vera á vaktinni og koma til aðstoðar ef þörf krefur.

Töluvert hefur verið um úktöll í dag en full þörf hefur verið á þeim viðbúnaði lögreglu og björgunarsveita sem viðhafður...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Tuesday, 1 December 2015

Tengdar fréttir

Dagurinn gengið vonum framar

Þrátt fyrir vonskuveður hefur dagurinn í Reykjavík í dag gengið vonum framar, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Hvar er þetta óveður?

Gaukur Úlfarsson ætlar að hringja í Veðurstofuna og heimta endurgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×