Froðusnakk í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2015 19:17 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lét undan þrýstingi frá innlendum framleiðendum kartöflusnakks og hætti við að afnema tugprósenta toll á vörur frá erlendum framleiðendum svipaðrar vöru. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. Nasl ýmis konar sem flutt er inn til landsins ber 59 prósenta toll til að vernda innlenda framleiðslu sem framleidd er úr innfluttu kartöflumjöli. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar ætlaði að leggja til að að tollurinn á innfluttu vörunni yrði afnuminn um áramótin en tollurinn gefur ríkissjóði um 160 milljónir króna í tekjur á ári. Meirihluti nefndarinnar hætti svo við. Þetta reyndist því bara vera froðusnakk. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í efnahags- og viðskiptanefnd og hún sættir sig ekki við þessa niðurstöðu. „Nei, mér fannst vera svo ágæt samstaða um um þessa breytingatillögu að ég sé ekki ástæðu til að falla frá henni,“ segir Sigríður. Hún leggur því fram sína eigin breytingartillögu við bandorminn svo kallaða um að tollaflokkur undir yfirskriftinni nasl verði afnuminn. „Að tollar á þær vörur falli úr 59 prósentum sem þeir eru í dag niður í núll,“ segir Sigríður. Engin ástæða sé til að vernda íslensku vöruna. „Nei, þetta er nú svo ljómandi gott að ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé samkeppnishæft við hvaða framleiðslu sem er. Enda er þetta í dag að keppa við kartöfluflögur sem bera engan toll ef þær koma frá Evrópusambandinu,“ segir Sigríður. Sem er samkvæmt sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið en nasl sem kemur utan sambandsins ber hins vegar toll. Hvernig heyrist þér hljóðið vera í þínum samflokksmönnum. Heldur þú að þetta nái í gegn? „Þeir sem ég hef talað við eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Ég held að menn séu allir sammála um að það þarf að samræma þennan tollafrumskóg, sem svo sannarlega má kalla sem hvílir á þessum snakkvörum. Menn eru sammála um að einfalda það og að mínu viti eiga tollarnir á þessu að fara allt niður í núll eins og þeir eru nú þegar á suma vöru,“ segir Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira