Innlent

Friðarsúlan tendruð á föstudag

Atli ísleifsson skrifar
Friðarsúlan er árlega tendruð á fæðingardegi Lennon 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur Lennon.
Friðarsúlan er árlega tendruð á fæðingardegi Lennon 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur Lennon. Vísir/Höfuðborgarstofa
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey á föstudaginn 9. október, fæðingardegi John Lennon sem hefði orðið 75 ára þennan dag.

Sérstök dagskrá hefst klukkan 17.30 og stendur til 21.30. Í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu segir að Yoko Ono bjóði upp á fría siglingu yfir Sundið, en siglt verður frá Skarfabakka frá klukkan 17.30 til 19.20. Þá verða fríar strætóferðir frá Hlemmi að Skarfabakka og til baka.

„Dagskráin hefst í Viðeyjarnausti klukkan 17.30 með fjölskyldusmiðju á vegum Listasafns Reykjavíkur fyrir stóra og smáa. Klukkan 18.00 verður leiðsögn um byggð og sögu í Viðey. Klukkan 18.30 hefst tónlistarflutningur Ólafar Arnalds. Karlakór Reykjavíkur syngur við Friðarsúluna kl. 19.45. Friðarsúlan verður tendruð kl. 20.00. Hljómsveiting Friends 4 Ever stígur svo á stokk og heldur uppi stemningu frá klukkan 20.30 til 21.30. Kynnir kvöldsins er Felix Bergsson. Veitingasala verður í tjaldi fyrir utan Viðeyjarnaust og Viðeyjarstofu. Eftir tendrunina verður hægt að skoða listsýningu Kyoko Ono, dóttur Yoko Ono, inni í Viðeyjarstofu,“ segir í tilkynningunni.

Friðarsúlan er árlega tendruð á fæðingardegi Lennon 9. október og lýsir til 8. desember sem er dánardagur Lennon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×