Fótbolti

Freyr: Lítur vel út með Dagnýju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Freyr á fundinum í dag.
Freyr á fundinum í dag. vísir/sigurjón
„Það er alltaf erfitt að velja leikmannahóp,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari en hann valdi í dag 23 manna leikmannahóp sem fer á Algarve-mótið í upphafi næsta mánaðar.

„Við erum komin með þokkalega breidd. Það eru mjög jafnir leikmenn kannski að berjast um sæti 15 til 23. Þetta eru svona 35 leikmenn sem ég er að fylgjast mjög vel með núna. Ég tel þetta samt vera sterkasta hópinn núna sem ég vil fá í þetta verkefni.“

Lykilmenn hafa verið að meiðast upp á síðkastið. Hólmfríður Magnúsdóttir verður lengi frá, Margrét Lára Viðarsdóttir er að koma til baka eftir aðgerð og svo meiddist Dagný Brynjarsdóttir í baki. Fleiri leikmenn eru líka meiddir.

„Við höfum auðvitað verið að lenda í meiðslum. Svava Rós er meidd sem og Ásgerður Stefanía. Svo er Hólmfríður Magnúsdóttir auðvitað lengi frá. Dagný er aftur á móti með okkur sem er jákvætt og lítur vel út með hana og hennar meiðsli. Það er verið að vinna í að koma henni í gott stand og vonandi gengur það allt saman eftir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×