Fótbolti

Freyr: Ekki í boði að vera fórnarlömb út af strákunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslensku stelpurnar á æfingu.
Íslensku stelpurnar á æfingu. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Stelpurnar okkar ætla að nýta kraftinn og gleðina í kringum ferð strákanna okkar til Frakklands.

„Það átta sig allir á því að leikurinn gegn Makedóníu 7. júní verður mjög snúinn varðandi athygli en það skiptir okkur máli að þessi leikur hafi mikið vægi," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, á blaðamannafundi í dag þegar hann kynnti hópinn fyrir næstu verkefni stelpnanna okkar.

Stelpurnar spila næstu leiki sína gegn Skotlandi og Makedóníu nánast á sama tíma og strákarnir spila síðustu leiki sína gegn Noregi og Liechtenstein áður en þeir halda á stórmót í fyrsta sinn. Athyglin verður eðlilega mikil á strákunum þessa dagana.

„Þessir leikir eru inn í sama glugga og þegar A-landslið karla spilar síðustu leikina sína. Það verður gríðarleg athygli í kringum það og ykkar vinna verður að keppast um helstu fréttir í kringum drengina fyrir mótið; hverjir eru heilir og hvernig gengur undirbúningur og svoleiðis," sagði Freyr.

„Við getum litið þetta mörgum augum og reynt að koma okkur í fórnarlambagír varðandi athygli en það er ekki í boði. Við erum með í þessari vegverð drengjanna og við ætlum að nýta þá orku sem skapast af þeim og njóta augnabliksins með þeim."

„Við ætlum að nýta okkur alla þá reynslu og þekkingu sem fylgir því að strákarnir séu að fara til Frakklands," sagði Freyr Alexandersson.

Frekari fréttir af fundinum koma á Vísi síðar í dag.


Tengdar fréttir

Stelpurnar sem mæta Skotum og Makedóníu

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Skotlandi og Makedóníu í næstu leikjum liðsins.

Algarve-hópurinn tilbúinn

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag leikmannahóp sinn fyrir Algarve-mótið.

Ný kynslóð verður tilbúin

Ísland vann bronsverðlaun á sterku Algarve-móti í Portúgal þetta árið og er Freyr Alexandersson ánægður með útkomuna. Hann segir liðið á góðum stað og vel í stakk búið að tryggja sér sæti á EM 2017 í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×