Innlent

Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins

Anton Egilsson skrifar
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer ekki fram fyrir komandi Alþingiskosningar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer ekki fram fyrir komandi Alþingiskosningar. Vísir/Anton brink
Fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur verið frestað. Þetta var ákveðið á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem fram fór í dag. RÚV greindi fyrst frá.

Í samtali við Vísi sagði Þórður Þórarinsson, framkvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins, að einhugur hafi verið meðal miðstjórnarmanna að fresta landsfundinum. Ákvörðun um dagsetningu fundarins verður tekin fyrir á næsta fundi miðstjórnar en líklegt er að hann muni fara fram snemma á næsta ári.

Til stóð að halda landsfund flokksins þann 3-5. nóvember næstkomandi. Um leið og boðað var til Alþingiskosninga, sem fara fram þann 28. október næstkomandi, hófst umræða um hvort að færa þyrfti landsfundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×