Innlent

Frelsissvipting í Grafarholti: Maðurinn ekki í ástandi til yfirheyrslu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frelsissviptingin varð í Þórðarsveigi í Grafarholti.
Frelsissviptingin varð í Þórðarsveigi í Grafarholti. Mynd/Loftmyndir.is
Konan sem svipt var frelsi í íbúð við Þórðarsveig í Grafarholti í gærkvöld óskaði sjálf aðstoðar lögreglu. Karlmaður um fimmtugt var í kjölfarið handtekinn en að sögn lögreglu var hann ölvaður og munu yfirheyrslur yfir honum því ekki hefjast fyrr en eftir hádegi í dag.

Varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu litlar upplýsingar geta veitt um málið að svo stöddu. Málsatvik væru enn óljós. Hann sagði konuna þó ekki hafa slasast.

Sjónarvottar sögðu í samtali við Vísi í gær að fjöldi lögreglumanna hefði mætt á staðinn; tveir lögreglubílar, tvö lögreglubifhjól og sjúkrabíll.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×