Innlent

Frásögnum um ofbeldi verður fylgt eftir

Upplýsingar um ofbeldi komu starfsmönnum Barnaverndarstofu nokkuð á óvart. fréttablaðið/pjetur
Upplýsingar um ofbeldi komu starfsmönnum Barnaverndarstofu nokkuð á óvart. fréttablaðið/pjetur
Könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007 sýnir að hátt hlutfall barnanna segist hafa orðið fyrir ofbeldi á meðal dvöl þeirra stóð. Barnaverndarstofa tekur niðurstöðurnar alvarlega og hyggst fylgja þeim eftir með framhaldsrannsókn. Alls sögðust 14% barnanna hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi starfsmanns og um 20% af hendi annarra barna í meðferðinni.

Upplýsingar um svo hátt hlutfall hafa ekki komið fram áður, en þegar spurt var um það sem gerðist kom fram að 70% barnanna töldu ofbeldið verið vegna tilraunar starfsmanns til að stöðva óæskilega hegðun eða ofbeldi samkvæmt verklagsreglum. Tölur um ofbeldi eru hærri á þeim heimilum þar sem börn voru vistuð vegna ofbeldishegðunar og í lengri tíma. Á sumum heimilum komu hins vegar litlar eða engar upplýsingar fram um ofbeldi, einkum þar sem börnunum var frjálst að fara eða hægt var að vísa þeim úr meðferð.

Barnaverndarstofa mun senda öllum þeim 545 einstaklingum sem dvöldu á meðferðarheimilunum á þessum tíma bréf þar sem þeim er boðið að koma í könnunarviðtal hjá sérfræðingi til að skoða um hvers konar ofbeldi var að ræða og hvar það fór fram. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×