Innlent

Framtíð heilsugæslu á Akureyri rædd

Bjarki Ármannsson skrifar
Heilsugæslan í bænum verður hluti af nýrri Heilbrigðisstofnun Norðurlands.
Heilsugæslan í bænum verður hluti af nýrri Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Vísir/Pjetur
Bæjarráð Akureyrar boðaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á fund í gær til að ræða stöðu heilsugæslunnar á Akureyri eftir sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir það hljóta að vera keppikefli ríkisins að efla heilbrigðisþjónustuna í bænum.

„Það er ljóst að heilsugæslan á Akureyri verður ekki rekin með óbreyttu fjármagni,“ segir Guðmundur. „Það vantar pening inn í þetta til að halda uppi þeirri þjónustu sem við viljum sjá hérna. Þannig að við vonum að ráðherra komi með aukið fjármagn þegar ríkið er búið að taka þetta yfir.“

Akureyrarbær hefur rekið heilsugæsluna frá því að þjónustusamningur við ríkið rann út um áramót. Með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi mun ríkið hins vegar taka alfarið yfir reksturinn.

Kristján Þór segir í samtali við Fréttablaðið að það sé skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af fjármögnun heilsugæslunnar. Hann segir hinsvegar enga ástæðu til að ætla það að þjónusta muni dragast saman við yfirtöku ríkisins.

„Það er eitthvað sem hann verður að standa við og við munum fylgja því eftir,“ segir Guðmundur og ítrekar að það sé ekki nóg að þjónustan standi í stað.


Tengdar fréttir

Heilbrigðisráðherra segist ekki ætla að loka starfsstöðvum

Sameining ellefu heilbirgðisstofnana í þrjár hefur verið ákveðin með reglugerð heilbrigðisráðherra. Nærri 400 kílómetrar eru á milli starfsstöðva nýrrar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Markmiðið að ákvarðanir séu nálægt íbúum.

Óánægðir með sameiningu heilbrigðisstofnana

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki lýsa yfir megni óánægju með ákvörðun heilbrigðisráðherra um sameiningu stofnunarinnar í Heilbrigðisstofnun Norðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×