Framsókn þarf að vanda málflutning sinn betur Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2014 13:40 Fylgi Framsóknarflokks hríðfellur í könnun Fréttablaðsins. Höskuldur Þórhallsson segir flokkinn þurfa að skýra út fyrir þjóðinni hvað flokurinn er að gera. Fylgi Framsóknarflokksins hríðfellur samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag en Samfylkingin bætir við sig töluverðu fylgi og aðrir flokkar sækja einnig í sig veðrið. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn þurfa að vanda málflutning sinn betur og benda á góða hluti í störfum ríkisstjórnarinnar. Gríðarleg sveifla er á fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var síðast liðinn þriðjudag og miðvikudag. Flokkurinn tapar um 15 prósentustigum frá kosningum í fyrra vor og mælist nú með 8,7 prósenta fylgi og myndi tapa þrettán af nítján þingmönnum sínum. Höskuldur Þórhallsson þingmaður flokksins segist ýmsu vanur varðandi fylgismælingar á Framsóknarflokknum sem oft mælist með lítið fylgi en fái síðan meira upp úr kjörkössunum. „Þetta segir okkur að við þurfum að við þurfum að vanda málflutning okkar betur. Skýra út fyrir þjóðinni hvað við erum að gera og benda á góða hluti. Íslandi gengur ágætlega. Allar hagtölur sýna að við erum að þokast í rétta átt. Við erum að standa við stóru orðin varðandi skuldaleiðréttinguna en við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Höskuldur. Útreikningar um 79 þúsund umsókna vegna leiðréttingar verðtryggðra húsnæðisskulda hafa dregist á langinn en eru væntanlegar um eða upp úr mánaðamótum. Höskuldur vill ekki fullyrða hvort það sé skýringin á fylgistapinu.Það hlýtur að vera eitthvað sem Framsókn er ekki að gera alveg rétt að mati kjósenda flokksins? „Þá komum við aftur að því að við þurfum að útskýra betur hvað við erum að gera og vanda allan okkar málflutning. Vera bjartsýn og sýna að við séum að gera góða hluti sem við vissulega erum að gera,“ segir Höskuldur. Andstætt Framsóknarflokknum hefur Samfylkingin bætt við sig töluverðu fylgi frá kosningum eða um 10 prósentustigum og mælist nú með 23,1 prósent og myndi bæta við sig sex þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður flokksins telur að flokkurinn hafi fengið lakari útkomu í síðustu kosningum en innistæða hafi verið fyrir hjá flokknum. „Þetta er stór og fjölbreyttur flokkur sem byggir á samvinnu ólíkra afla og ég held að það sé bara að koma í ljós að það er sterkari innistæða sem Samfylkingin á,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi líka talað fyrir sjónarmiðum sem þjóðin leggi mikla áherslu á. „Sem eru jöfn tækifæri, athafnafrelsi og góð opinber þjónusta og ríkisstjórnin virðist hafa einsett sér að vega að öllu þessu. Það auðvitað þýðir að málflutningur Samfylkingarinnar nær betur í gegn en annars,“ segir Árni Páll. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins sækja aðrir flokkar einnig á. Píratar myndu bæta við sig þremur þingmönnum ef kosið yrði nú, Vinstri gær tveimur þingmönnum, Björt framtíð einum og Sjálfstæðisflokkurinn einum en hann er jafnframt stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni með 30,3 prósenta fylgi og 20 þingmenn. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Fylgi Framsóknarflokksins hríðfellur samkvæmt könnun Fréttablaðsins í dag en Samfylkingin bætir við sig töluverðu fylgi og aðrir flokkar sækja einnig í sig veðrið. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn þurfa að vanda málflutning sinn betur og benda á góða hluti í störfum ríkisstjórnarinnar. Gríðarleg sveifla er á fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem gerð var síðast liðinn þriðjudag og miðvikudag. Flokkurinn tapar um 15 prósentustigum frá kosningum í fyrra vor og mælist nú með 8,7 prósenta fylgi og myndi tapa þrettán af nítján þingmönnum sínum. Höskuldur Þórhallsson þingmaður flokksins segist ýmsu vanur varðandi fylgismælingar á Framsóknarflokknum sem oft mælist með lítið fylgi en fái síðan meira upp úr kjörkössunum. „Þetta segir okkur að við þurfum að við þurfum að vanda málflutning okkar betur. Skýra út fyrir þjóðinni hvað við erum að gera og benda á góða hluti. Íslandi gengur ágætlega. Allar hagtölur sýna að við erum að þokast í rétta átt. Við erum að standa við stóru orðin varðandi skuldaleiðréttinguna en við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Höskuldur. Útreikningar um 79 þúsund umsókna vegna leiðréttingar verðtryggðra húsnæðisskulda hafa dregist á langinn en eru væntanlegar um eða upp úr mánaðamótum. Höskuldur vill ekki fullyrða hvort það sé skýringin á fylgistapinu.Það hlýtur að vera eitthvað sem Framsókn er ekki að gera alveg rétt að mati kjósenda flokksins? „Þá komum við aftur að því að við þurfum að útskýra betur hvað við erum að gera og vanda allan okkar málflutning. Vera bjartsýn og sýna að við séum að gera góða hluti sem við vissulega erum að gera,“ segir Höskuldur. Andstætt Framsóknarflokknum hefur Samfylkingin bætt við sig töluverðu fylgi frá kosningum eða um 10 prósentustigum og mælist nú með 23,1 prósent og myndi bæta við sig sex þingmönnum. Árni Páll Árnason formaður flokksins telur að flokkurinn hafi fengið lakari útkomu í síðustu kosningum en innistæða hafi verið fyrir hjá flokknum. „Þetta er stór og fjölbreyttur flokkur sem byggir á samvinnu ólíkra afla og ég held að það sé bara að koma í ljós að það er sterkari innistæða sem Samfylkingin á,“ segir Árni Páll. Flokkurinn hafi líka talað fyrir sjónarmiðum sem þjóðin leggi mikla áherslu á. „Sem eru jöfn tækifæri, athafnafrelsi og góð opinber þjónusta og ríkisstjórnin virðist hafa einsett sér að vega að öllu þessu. Það auðvitað þýðir að málflutningur Samfylkingarinnar nær betur í gegn en annars,“ segir Árni Páll. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins sækja aðrir flokkar einnig á. Píratar myndu bæta við sig þremur þingmönnum ef kosið yrði nú, Vinstri gær tveimur þingmönnum, Björt framtíð einum og Sjálfstæðisflokkurinn einum en hann er jafnframt stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni með 30,3 prósenta fylgi og 20 þingmenn.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira