Innlent

Forsetahjónin til Danmerkur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðni og Eliza eru á leið til Danmerkur.
Guðni og Eliza eru á leið til Danmerkur. vísir/ernir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú hafa þegið boð Margrétar annarrar Danadrottningar um að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur.

Gert er ráð fyrir því að forsetahjónin komi til Danmerkur þann 24. janúar næstkomandi. Áratugalöng hefð er fyrir því að forsetar Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur. Það hafa allir forsetar gert frá því Ásgeir Ásgeirsson hélt til Danmerkur og heimsótti Friðrik níunda árið 1954. 

Sveinn Björnsson hélt hins vegar í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bandaríkjanna árið 1944 í boði Franklins Delanos Roosevelt forseta. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×