Innlent

Form­legar stjórnar­myndunar­við­ræður hefjast í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá fundinum um helgina.
Frá fundinum um helgina. Vísir/Lillý
Málefnahópar Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Viðreisnar munu í dag hittast formlega til þess að fara yfir málefnagrundvöll hugsanlegs stjórnarsamstarf þessara flokka. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, leiðir viðræðurnar, en hún hefur umboð forseta til stjórnarmyndunar.

Fulltrúar flokkanna hittust nú um helgina þar sem lýst var yfir vilja til þess að hefja viðræður og verða fyrstu fundirnir haldnir á nefndarsviði Alþingis.

Nái flokkarnir að mynda stjórn heufr hún samtals 34 þingmenn, eða meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×