Innlent

Formaðurinn tekinn undir áhrifum: "Algjört dómgreindarleysi"

Guðmundur Franklín þakkar lögreglunni fyrir árveknina
Guðmundur Franklín þakkar lögreglunni fyrir árveknina
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, var tekinn fyrir ölvun við akstur í gærkvöldi.

„Ég hafði verið í matarboði og drukkið hvítvín með matnum. Þetta er algjört dómgreindarleysi af minni hálfu, og mikilvæg lexía sem og áminning um að maður á aldrei að snerta bifreið undir áhrifum áfengis," segir Guðmundur í yfirlýsingu sem hann birti fyrir stundu á Facebook-síðu sinni.

Þar kemur fram að hann hafi verið tekinn við umferðareftirlit lögreglunnar í Hafnarfirði, látinn blása og reynst vera yfir mörkunum.

„Til þess að allt sé upp á borðum vildi ég koma þessu á framfæri öðrum til varnaðar. Ég vil þakka lögreglunni fyrir árverkni hennar. Stjórnarmönnum Hægri grænna hefur verið greint frá málinu," segir Guðmundur í yfirlýsingunni.

Í samtali við Vísi segist Guðmundur hafa fengið góð viðbrögð við því að viðurkenna á Facebooksíðu sinni þau mistök sem hann gerði í gærkvöldi. Um mannlegan breyskleika hafi verið að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×