Innlent

Foreldrar stúlku með hvítblæði ætla að kæra Orkuveituna

SB skrifar

Foreldrar fimm ára stúlku sem greindist með hvítblæði skoða nú réttarstöðu sína og hyggjast kæra Orkuveitu Reykjavíkur, en mælingar leiddu í ljós að rafsegulsvið var langt yfir hættumörkum í húsi þeirra. Of hátt rafsegulsvið hefur mælst á heimilum þriggja barna sem glíma við hvítblæði.

Rósalinda Óskarsdóttir greindist með hvítblæði í júní 2008. Spennustöð er skammt frá húsinu og foreldrum Rósalindar grunaði að of hátt rafsegulsvið í húsinu gæti verið orsakavaldur veikindanna. Þau fengu grun sinn staðfestan þegar rannsókn á heimili þeirra leiddi í ljós að rafsegulsvið í herberginu þar sem dóttir þeirra svaf var langt yfir hættumörkum.

Nú hyggjast þau leita réttar síns.

„Ef dóttir mín nær 25 ára aldri vil ég get horft framan í hana og vitað að við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að ná fram réttlæti í þessu máli.

Óskar segir tilfelli dóttur hans ekki það eina þar sem of hátt rafsegulsvið tengist hvítblæði hjá ungum krökkum. Hann viti sjálfur um tvö önnur dæmi fyrir utan hans barn þar sem of hátt rafsegulsvið mældist á heimili barns sem greinst hafði með hvítblæði.

Geislavarnir ríkisins og Brunamálastofnun hafa framkvæmt mælingar á rafsegulsviði í 150 húsum. Niðurstöður úr þessari könnun áttu að birtast í vor. Skýrslan er enn ekki tilbúin.















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×