Innlent

Fordæmir árásirnar í Maríupól

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kveikt var á kertum í Kænugarði til minningar  hinna látnu.
Kveikt var á kertum í Kænugarði til minningar hinna látnu. vísir/ap
Ban-Ki Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásirnar sem gerðar voru á hafnarborgina Mariupol í Austur-Úkraínu í gær. Að minnsta kosti þrjátíu féllu í flugskeytarárásum aðskilnaðarsinna og yfir hundrað særðust.

Ban segir flugskeytunum hafa verið skotið á íbúðarhverfi og að það sé brot á mannréttindalögum. Þá fordæmdi hann þá ákvörðun leiðtoga aðskilnaðarsinna sem á föstudag hafnaði frekari vopnahlésviðræðum við stjórnvöld í Kænugarði.

Hart hefur verið barist í Úkraínu undanfarið og sakar stjórnarherinn Rússa um að styðja við bakið á uppreisnarmönnum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna sagði í gær að árásirnar hafi aðeins verið upphafið af því sem koma skal. Til standi að koma borginni á sitt vald og í kjölfarið borginni Donetsk.

Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur boðað fund í öryggisráði landsins vegna málsins í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×