Innlent

Fokk ofbeldi-húfan til stuðnings konum á flótta

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fokk ofbeldi-húfan verður til sölu til 25. febrúar.
Fokk ofbeldi-húfan verður til sölu til 25. febrúar. mynd/saga sig
Sala á Fokk ofbeldi-húfunni hefst í dag í verslunum Eymundsson um land allt en húfunni er ætlað að vekja fólk til vitundar um konur á flótta sem leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börnin sín.

Aldrei hafa fleiri konur verið á flótta og nú frá því við lok seinni heimsstyrjaldar. Þær eru oft einar á ferð með börnin sína eftir að hafa orðið viðskila við eiginmenn sína eða misst þá.

Stöðug hætta á ofbeldi, kynferðislegri misnotkuna eða mansali vofir yfir konum og stúlkum á flótta en UN Women bregðast við neyðinni með ýmsum hætti. Samtökin útvega til dæmis konum vernd og örugg athvörf á landamærastöðvum Evrópu og koma upp aðskildum salernum og sturtuaðstöðu fyrir konur og karlmenn.

Ágóðinn af sölunni á Fokk ofbeldi-húfunni rennur til verkefna UN Women á landamærastöðvum en húfan verður í sölu til 25. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×