Enski boltinn

Flýta fyrir stækkun Anfield með því að leita til styrktaraðila

Einar Sigurvinsson skrifar
Aðalstúkan, Main stand, á Anfield. Áætlað er að gera Anfield Road stúkuna jafn háa.
Aðalstúkan, Main stand, á Anfield. Áætlað er að gera Anfield Road stúkuna jafn háa. getty
Liverpool hefur þegar hafið viðræður við styrktaraðila varðandi frekari fjölgun sæta á heimavelli sínum, Anfield. Eftir stækkunina mun Anfield taka að minnsta kosti í 60 þúsund áhorfendur og yrði hann því fjórði stærsti völlur Englands ásamt fyrrum Ólympíuleikvangi Lundúna sem nú er heimavöllur West Ham.

Anfield tekur í dag 54 þúsund sæti eftir stækkun aðalstúkunnar, Main Stand, árið 2016 sem fjölgaði sætum vallarins um 9 þúsund. Er nú áætlað að flýta fyrir frekari stækkun vallarins með því að nefna nýju stúkuna í höfuð styrktaraðila en engin stúka vallarins ber í dag nafn fyrirtækis.

Ársreikningur Liverpool fyrir síðasta tímabil sýndi auknar tekjur liðsins af miðasölu um 12 milljónir punda.

Áætlað er að byggja við Anfield Road stúkuna og gera hana jafn háa og aðalstúkan er í dag. Líklegast er að sætum vallarins muni við það fjölga um 6 þúsund en skoða á möguleikann á enn frekari stækkun og fjölga sætunum um 8 þúsund.

Ef svo verður myndi Anfield taka fleiri áhorfendur Emirates völlurinn, heimavöllur Arsenal og verða þriðji stærsti völlur Englands með 62 þúsund sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×