Innlent

Flugmessan haldin í annað sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Flugmessan svokallaða var haldin í annað sinn í dag í Grafarvogskirkju en hún var fyrst haldin fyrir tíu árum.

Flugmessan var þá fyrsta guðsþjónusta þeirrar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi.

Hátíðarhöldin hófust þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Grafarvogskirkju með presta og fleiri sem tóku þátt í bænahaldinu.

Flugkappinn Arngrímur Jóhannesson flutti hugvekju og flugfreyjukór Icelandair tók lagið. Flugfólk var beðið um að mæta í einkennisbúningum sínum.

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN flaug...

Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Sunday, 26 April 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×