Fótbolti

Flottustu tilþrif Elmars á tímabilinu | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elmar og félagar í Randers eru í 4. sæti dönsku deildarinnar.
Elmar og félagar í Randers eru í 4. sæti dönsku deildarinnar. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur átt góðu gengi að fagna með Randers í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Elmar, sem gekk til liðs við Randers frá IFK Göteborg í byrjun árs 2012, hefur leikið 28 af 31 leik liðsins í deildinni í vetur og gert þrjú mörk.

Þegar tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni er Randers í 4. sæti deildarinnar með 48 stig og mun að öllum líkindum enda þar. Það er töluverð bæting frá því í fyrra þegar Randers endaði í 7. sæti með 41 stig.

Umboðsskrifstofa Elmars, Total Football, hefur birt skemmtilegt myndband með helstu tilþrifum íslenska landsliðsmannsins á tímabilinu en myndbandið má sjá hér að neðan.

Elmar Bjarnason (1987) - Highlights with Randers from Total Football on Vimeo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×