Innlent

Flótti úr Framsókn

Pétur Gunnarsson hættur í Framsókn.
Pétur Gunnarsson hættur í Framsókn.

Pétur Gunnarsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Hann er þá þriðji framsóknarmaðurinn sem segir sig úr flokknum á stuttu tímabili, fyrir eru það þeir Þráinn Bertelsson rithöfundur og Sævar Cesielski.

Pétur tilkynnti afsögn sína á Facebook-síðu sem hann heldur úti í síðustu viku, en þar sagðist hann ósáttur við efnahagstillögu Framsóknarflokksins um niðurfellingu skulda. Sjálfur segir hann á heimasíðu sinni að um „hrægammakapitalisma" sé að ræða.

Pétur er blaðamaður en starfaði um stutt skeið sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur á meðan hún gengdi formennsku í Framsóknarflokknum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×