Sport

Flóttafólk á tvo fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Flóttafólk á tvo fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra sem verða settir 7. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem lið flóttafólks keppir á Ólympíuleikum fatlaðra.

Íþróttamennirnir sem um ræðir heita Ibrahim Al Hussein og Shahrad Nasajpour.

Sundmaðurinn Al Hussein er fæddur í Sýrlandi en býr í Grikklandi. Hann keppir í 50 og 100 metra skriðsundi í flokki S10.

„Ég hélt að draumurinn væri úti þegar ég missti fótinn en draumurinn lifir enn. Ég vil senda skilaboð til allra annarra sem glíma við fötlun að draumar þeirra geta ræst,“ sagði Al Hussein.

Nasajpour, sem er fæddur í Íran en býr í Bandaríkjunum, keppir í kringlukasti í flokki F37.

Lið flóttamanna átti 10 fulltrúa á Ólympíuleikunum í Ríó sem lauk um helgina. Helmingur þeirra kom frá Suður-Súdan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×