Flóð úr tjörn kynjaskepnu veldur óhug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. júní 2013 08:45 Heimamenn virða fyrir sér vegsummerki eftir hamfarirnar sem dundu á bænum Grund í Svarfaðardal eftir að krapastífla brast í Nykurtjörn. Mynd / Úr einkasafni. Öflugt hlaup varð úr Nykurtjörn í Svarfaðardal eftir margra áratuga hlé. Bóndinn á Grund segir gamla menn hafi varað hann við búskap á jörðinni vegna flóða úr tjörninni sem þjóðsagan segir að sé heimkynni kynjaskepnu. „Þetta var óhugnanlegt því flóðið stefndi beint á húsin,“ segir Friðrik Þórarinsson, bóndi á Grund í Svarfaðardal, um mikið hlaup úr Nykurtjörn á sunnudagskvöld. Nykurtjörn er lítið stöðuvatn í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þjóðsagan segir að þar búi furðuskepnan nykur, eins konar vatnahestur sem er hættulegur mönnum. Það viðsjárverða kvikindi valdi öðru hverju framhlaupi með því að velta sér í tjörninni.Hlaupið bar með sér dágóða spýju af auri og grjóti yfir bæjartúnin á Grund.Mynd / Úr einkasafni„Menn velta þessari sögu ekki svo mikið fyrir sér nú en ég heyri á eldri mönnum að þeir eru gífurlega hræddir við lækinn úr tjörninni,“ segir Friðrik sem kveður viðlíka hlaup og nú ekki hafa orðið úr Nykurtjörn frá því hann hóf búskap á Grund árið 1986. „Það er sagt að jörðin sé varhugaverð og þegar við fórum að búa þarna vöruðu gömlu mennirnir okkur mjög við,“ segir Friðrik. Áður fyrr var alltaf farið og mokað frá affallinu á Nykurtjörn til að hindra að það stíflaðist af snjó og myndaði vatnslón. Sjálfur segist Friðrik jafnan hafa gengið á fjallið fyrstu árin en aldrei þurft að moka. Vetur hafi orðið snjóléttari og hann hætt að fylgjast með.Strax og vart varð við hlaupið var gröfu beitt til að beina flóðinu frá bæjarhúsunum.Mynd / Úr einkasafni„Ég fór að verða kærulaus. En það má greinilega ekki sofna á verðinum,“ segir Friðrik, sem fékk rækilega áminningu frá Nykurtjörn um klukkan níu á sunndagskvöldið. „Það voru svakaleg læti og miklar drunur. Krafturinn er rosalegur af því að fallhæðin er svon mikil. Við fórum fyrst í að koma kindunum í burtu. Það var beltagrafa þarna rétt við og við gátum farið strax í að veita flóðinu í annan farveg þannig að það færi ekki á húsin,“ segir Friðrik sem hrósar happi yfir því að stíflan hafi ekki brostið þegar allir voru í fastasvefni. „Skaðinn varð ekki tilfinnanlega mikill en hefði getað verið miklu meiri. En maður sá ógnina. Þessi hætta er alltaf til staðar og hún er ekki einkamál þess sem býr undir þessu. Það þarf eitthvað að gera og ég veit að það á að ræða það í bæjarstjórn Dalvíkur,“ segir bóndinn á Grund.Nykurinn tælir menn á bak og drekkir þeim „Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem fjallað er um kynjaskepnuna nykur. „Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.“Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Öflugt hlaup varð úr Nykurtjörn í Svarfaðardal eftir margra áratuga hlé. Bóndinn á Grund segir gamla menn hafi varað hann við búskap á jörðinni vegna flóða úr tjörninni sem þjóðsagan segir að sé heimkynni kynjaskepnu. „Þetta var óhugnanlegt því flóðið stefndi beint á húsin,“ segir Friðrik Þórarinsson, bóndi á Grund í Svarfaðardal, um mikið hlaup úr Nykurtjörn á sunnudagskvöld. Nykurtjörn er lítið stöðuvatn í um 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Þjóðsagan segir að þar búi furðuskepnan nykur, eins konar vatnahestur sem er hættulegur mönnum. Það viðsjárverða kvikindi valdi öðru hverju framhlaupi með því að velta sér í tjörninni.Hlaupið bar með sér dágóða spýju af auri og grjóti yfir bæjartúnin á Grund.Mynd / Úr einkasafni„Menn velta þessari sögu ekki svo mikið fyrir sér nú en ég heyri á eldri mönnum að þeir eru gífurlega hræddir við lækinn úr tjörninni,“ segir Friðrik sem kveður viðlíka hlaup og nú ekki hafa orðið úr Nykurtjörn frá því hann hóf búskap á Grund árið 1986. „Það er sagt að jörðin sé varhugaverð og þegar við fórum að búa þarna vöruðu gömlu mennirnir okkur mjög við,“ segir Friðrik. Áður fyrr var alltaf farið og mokað frá affallinu á Nykurtjörn til að hindra að það stíflaðist af snjó og myndaði vatnslón. Sjálfur segist Friðrik jafnan hafa gengið á fjallið fyrstu árin en aldrei þurft að moka. Vetur hafi orðið snjóléttari og hann hætt að fylgjast með.Strax og vart varð við hlaupið var gröfu beitt til að beina flóðinu frá bæjarhúsunum.Mynd / Úr einkasafni„Ég fór að verða kærulaus. En það má greinilega ekki sofna á verðinum,“ segir Friðrik, sem fékk rækilega áminningu frá Nykurtjörn um klukkan níu á sunndagskvöldið. „Það voru svakaleg læti og miklar drunur. Krafturinn er rosalegur af því að fallhæðin er svon mikil. Við fórum fyrst í að koma kindunum í burtu. Það var beltagrafa þarna rétt við og við gátum farið strax í að veita flóðinu í annan farveg þannig að það færi ekki á húsin,“ segir Friðrik sem hrósar happi yfir því að stíflan hafi ekki brostið þegar allir voru í fastasvefni. „Skaðinn varð ekki tilfinnanlega mikill en hefði getað verið miklu meiri. En maður sá ógnina. Þessi hætta er alltaf til staðar og hún er ekki einkamál þess sem býr undir þessu. Það þarf eitthvað að gera og ég veit að það á að ræða það í bæjarstjórn Dalvíkur,“ segir bóndinn á Grund.Nykurinn tælir menn á bak og drekkir þeim „Nykur er þjóðsagnaskepna sem á að líkjast gráum hesti en þekkist á því að hófar hennar snúa aftur,“ segir á Vísindavef Háskóla Íslands þar sem fjallað er um kynjaskepnuna nykur. „Samkvæmt norrænni þjóðtrú lifur nykurinn í vötnum. Hann gengur á land og reynir að tæla fólk á bak sér og hleypur þá með knapann út í vötn. Orðið nykrað er notað í bragfræði og vísar til ósamstæðra líkinga líkt og orðið finngálknaður var í fornu máli haft um ósamrýmanlegar eða afskræmdar líkingar í skáldskap. Finngálknaður er eins og nykrað dregið af heiti furðuskepnu en finngálkn var maður ofan en dýr að neðan. Til þess að hrekja nykur á flótta átti að vera nóg að nefna nafn hans.“Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira