Innlent

Flestir vilja slíta viðræðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
50,5% landsmanna eru fylgjandi því að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem MMR gerði fyrir útgáfufélagið Andríki. Andríki heldur úti vefritinu Vef-Þjóðviljanum. Samkvæmt niðurstöðum sömu könnunar eru 35,3% andvígir því að viðræðunum verði slitið og 14,2% eru hvorki fylgjandi né andvígir. Könnunin var gerð 10.-14 nóvember og svörðuðu 879 einstaklingar.

Spurt var:

Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×