Innlent

Flestir eiga bara eitt skotvopn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Skotvopn eru líkast til heldur fleiri í landinu en skráning bendir til, vegna ólöglegra og óskráðra vopna sem einhvers staðar kann að vera að finna.
Skotvopn eru líkast til heldur fleiri í landinu en skráning bendir til, vegna ólöglegra og óskráðra vopna sem einhvers staðar kann að vera að finna. Mynd/Úr safni
Að jafnaði má gera ráð fyrir að nærri einn af hverjum þremur Íslendingum yfir tvítugu eigi skotvopn.

Í afbrotatíðindum Ríkislögreglustjóra sem birtar voru í gær kemur fram að í síðasta mánuði hafi verið skráð hér á landi 72.640 skotvopn.

Í byrjun árs voru landsmenn tvítugir og eldri 236.417, en til þess að fá skotvopnaleyfi þarf 20 ára aldri að vera náð.

Hlutfallið er þó eitthvað lægra því 469 skotvopnaeigendur eiga tíu vopn eða fleiri.

„En flestir eiga þó aðeins eitt vopn,“ segir í Afbrotatíðindum. 

31.322 eru með skotvopnaleyfi, flestir á aldrinum 45 til 55 ára. Vopn á hvert leyfi eru því að jafnaði rétt rúmlega tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×