Sport

Fleiri farnir að sitja með Kaepernick

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fjöldi stuðningsmanna 49ers sýndi Kap ást og stuðning eftir leik í nótt.
Fjöldi stuðningsmanna 49ers sýndi Kap ást og stuðning eftir leik í nótt. vísir/getty
Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco 49ers, neitaði enn í nótt að standa þegar bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Fleiri leikmenn eru farnir að gera slíkt hið sama.

Fyrir leikinn gegn San Diego í nótt fór Kaepernick niður á hné er þjóðsöngurinn var leikinn. Liðsfélagi hans Eric Reid fór líka niður á hné. Þeir föðmuðust svo og fengu stuðning frá nokkrum öðrum félögum sínum. Margir áhorfendur kunnu þó ekki að meta þetta og var baulað mikið á Kaepernick í leiknum.

Jeremy Lane, bakvörður Seattle Seahawks, neitaði líka að standa í þjóðsöngnum í nótt þannig að boðskapur Kaepernick er að ná til fleiri.

„Ég mun ekki standa og sýna fána þjóðar sem kúgar svart fólk virðingu. Þetta mál er stærra en fótbolti og það var eigingjarnt af minni hálfu að líta í hina áttina á meðan það liggja lík á götunni og fólk kemst upp með morð,“ sagði Kaepernick er hann byrjaði á þessu en hann er fyrst og fremst að mótmæla lögreglumönnum sem hafa myrt blökkumenn.

Þessi mótmæli hans hafa sett allt á annan endann í Bandaríkjunum og allir hafa skoðun á málinu. Flestir eru reiðir út í hann og líta á hann sem svikara við þjóð sína. Þeim fjölgar þó sem styðja þessar aðgerðir hans.

Nokkur fjöldi mótmælti fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í San Francisco í vikunni og tók málstað Kaepernick.vísir/getty
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×