Innlent

Fleiri fara ferða sinna gangandi, hjólandi eða með strætó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson og Páll Matthías Matthíasson á reiðhjólum.
Dagur B. Eggertsson og Páll Matthías Matthíasson á reiðhjólum. Vísir/Pjetur
Niðurstöður könnunar sem fyrirtækið Land-ráð gerði fyrir Vegagerðina sýna að fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins fóru ferða sinna gangandi, hjólandi eða með strætó síðastliðið sumar en í sambærilegri könnun sem var gerð árið 2010.

Rúm 8% aðspurðar sögðust ferðast á hjóli miðað við 5% árið 2010. Einungis 2% sögðust ferðast á hjóli árið 2008. Þá fara 7,6% núna með strætó en voru árið 2008 4%. 6% aðspurðra segjast fara um gangandi en aðeins 3% sögðust gera það árið 2008.

Í samræmi við þetta fækkar þeim sem ferðast með einkabíl á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2007 ferðuðust 87% með einkabíl en þeim hefur fækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Nú segjast 75% fara um með einkabíl.

Könnunin var gerð í september síðastliðnum af MMR. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×