LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 00:01

Ţau eru tilnefnd til blađamannaverđlauna ársins 2016

FRÉTTIR

Flassari á ferli viđ Háteigsskóla

 
Innlent
12:52 04. FEBRÚAR 2016
Flassarinn tók til fótanna ţegar skólaliđa bar ađ en áđur hafđi hann berađ sig fyrir ţremur stúlkum.
Flassarinn tók til fótanna ţegar skólaliđa bar ađ en áđur hafđi hann berađ sig fyrir ţremur stúlkum.
skrifar

Svo virðist vera sem pervert, svokallaður „flassari“ gangi laus og sé á ferli í Hlíðunum. Hann gerði vart við sig við Háteigsskóla nú í morgun hvar hann beraði sig fyrir þremur stúlkum í 4. bekk.

Þetta gerðist á bak við girðingu við frístundaheimili skólans, þegar var morgunhlé hjá nemendum, en samkvæmt tilkynningu sem skólastjóri hefur sent foreldrum brugðust börnin rétt við og kölluðu til stuðningsfulltrúa og skólaliða sem var ekki langt undan. Við svo búið hljóp maðurinn í burtu.

„Lögreglan var strax kölluð til og kannaði hún svæðið í kringum skólann. Stúlkurnar gáfu skólastjóra mjög greinargóða lýsingu á manninum og atvikinu. Lögreglubílar fóru síðan um Hlíðasvæðið til að leita að manninum. Í kjölfar lögreglumannanna kom rannsóknarlögreglumaður sem hefur með frekari rannsókn málsins að gera,“ segir í erindi skólastjórans sem þegar hefur rætt við foreldra barnanna sem urðu fyrir þessu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Flassari á ferli viđ Háteigsskóla
Fara efst