Innlent

Fjórum óvirkum myndavélum skipt út

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Gríðarlegur munur kom í ljós á gæðum öryggismyndavéla í máli Birnu Brjánsdóttur.
Gríðarlegur munur kom í ljós á gæðum öryggismyndavéla í máli Birnu Brjánsdóttur. vísir/vilhelm
Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær að verja fjórum milljónum króna til að kaupa nýjar öryggismyndavélar fyrir miðborgina og fleiri staði. Í greinargerð borgarstjóra um málið segir að árið 2012 hafi verið keyptar 12 vélar og séu fjórar þeirra nú óvirkar.

Síðan hafi verið keyptar 18 vélar árið 2014. Nú er fyrirhugað að kaupa fjórar vélar í stað þeirra sem eru óvirkar,

Árið 2012 var gert samkomulag um verkaskiptingu Reykjavíkurborgar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar í Reykjavík um endurnýjun öryggismyndavéla í miðborginni og rekstur kerfisins.

Hlutverk borgarinnar var að kaupa vélarnar, Neyðarlínan tók að sér að flytja merkið frá vélum í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Skógarhlíð og sjá um viðhald og rekstur þess. Lögreglan tók að sér að geyma gögnin og jafnframt nýtir hún sér vélarnar til löggæslustarfa í miðborginni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×