Innlent

Fjórir handteknir í tveimur fíkniefnamálum í Stykkishólmi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. Vísir/Stefán
Fjórir menn voru handteknir í tveimur fíkniefnamálum í Stykkishólmi um helgina. Þrír menn í bíl voru handteknir í bænum  á föstudagskvöldið. Ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og við leit í bílnum fannst maríjúana.

Þar að auki grunaði lögreglan íbúa um sölu kannabisefna. Við húsleit á heimili mannsins á laugardagskvöldið fundust á fjórða tug gramma maríjúana.

Málin tvo eru í rannsókn lögreglunnar á Snæfellsnesi samkvæmt Ólafi Guðmundssyni, yfirlögregluþjóni.

Tilkynnt var um innbrot í veitingahús í Rifi þar sem áfengi hafði verið stolið. Lögreglan fann manninn sem braut sér leið inn í húsið með því að brjóta rúðu með steini. Maðurinn játaði innbrotið og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×