Lífið

Fjölmennt hjá Ragnhildi Steinunni og Eddu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Það var margt um manninn á Oddsson á Granda á fimmtudag þegar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Edda Hermannsdóttir fögnuðu útgáfu bókarinnar Forystuþjóð. Fólk úr öllum áttum lét sjá sig en um er að ræða viðtalsbók þar sem yfir þrjátíu Íslendingar deila skoðunum sínum, reynslu og árangri í jafnréttismálum.

Skálað var í freyðivíni og boðið var upp á ýmsar kræsingar, en Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á Oddsson á fimmtudag.

Margrét Arnardóttir, Guðríður Þorgeirsdóttir og Ásbjörg Kristinsdóttir.vísir/stefán
Birgitta Haukdal, Hlaðgerður Íris, Ebba Guðný, Kolbrún Pálína og Sigríður Margrét.vísir/stefán
Lára Björg Björnsdóttir og Kristín Claessen.vísir/stefán

Tengdar fréttir

Gefa fjölbreyttum hóp færi á að tjá sig um jafnréttismál

Nú styttist í að bókin Forystuþjóð eftir þær Eddu Hermannsdóttur og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur komi út en bókin hefur verið í um ár í bígerð. Um viðtalsbók um jafnréttismál er að ræða þar sem lögð er áhersla á að birta frásagnir fjölbreytts hóps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×