Innlent

Finnur minni fordóma gagnvart Hernum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Í Dagsetri Hjálpræðishersins í Reykjavík.
Í Dagsetri Hjálpræðishersins í Reykjavík. vísir/daníel
Hjálpræðisherinn á Íslandi er 120 ára um þessar mundir og er áfanganum fagnað alla þessa viku.

„Það er bullandi vöxtur núna, mikið að gerast hjá okkur út af ýmsum félagsmálum,“ segir Sigurður Ingimarsson, kafteinn hjá Hjálpræðishernum. „Við erum að vinna mjög gott starf með borginni með heimilislausa á Granda,“ segir Sigurður. Einnig sé starfsemi í Mjódd og í Reykjanesbæ.

Í Mjóddinni er Hjálpræðisherinn með fjölskyldu- og fjölmenningarsetur. „Við erum að hjálpa fólki í Breiðholti. Það byrjaði með matargjöfum, en síðan erum við að kenna útlendingum íslensku og höfum verið með ýmis námskeið, til dæmis sjálfshjálparnámskeið. Við erum að hjálpa fólki inn í samfélagið,“ segir Sigurður. Í Reykjanesbæ er Hjálpræðisherinn að vinna með hælisleitendum, til að bæta stöðu þeirra.

Sigurður segir að fólk taki Hjálpræðishernum allt öðruvísi núna en það gerði áður. „Mér finnst það, fólk er orðið miklu opnara. Það hafa alltaf verið einhverjir fordómar í gangi í þessi 120 ár. En það hefur breyst svolítið því hér einu sinni var staðan hjá mönnum í Hjálpræðishernum þannig að þeir voru dregnir í strigapokum og menn ætluðu að drekkja þeim bara. Núna er það ekkert lengur,“ segir Sigurður. En það sé mikill velvilji gagnvart Hjálpræðishernum núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×