MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 06:00

Ferđalöngum reglulega meinuđ för vestur

FRÉTTIR

Fimmtungur líklegur til ađ kjósa Evrópusinnađa hćgrimenn

 
Innlent
06:30 22. APRÍL 2014
Benedikt Jóhannesson, formađur Sjálfstćđra evrópumanna, vinnur ađ stofnun flokks Evrópusinnađra hćgrimanna.
Benedikt Jóhannesson, formađur Sjálfstćđra evrópumanna, vinnur ađ stofnun flokks Evrópusinnađra hćgrimanna. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA
Brjánn Jónasson skrifar

Rúmur fimmtungur kjósenda teljur mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn virðist sækja meira fylgi til kjósenda Samfylkingarinnar og Bjartar framtíðar en Sjálfstæðisflokksins.

Alls sögðu 6,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var 14. og 15. apríl, að það væri mjög líklegt að þeir myndu kjósa nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna, kæmi það fram. Um 14 prósent til viðbótar sögðu frekar líklegt að þeir myndu kjósa framboðið. Alls sögðu því 20,7 prósent það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa Svrópusinnuðu hægrimennina.

Meirihluti landsmanna, 52,8 prósent, telur mjög ólíklegt að þeir myndu kjósa nýja framboðið, og 11,4 prósent töldu það frekar ólíklegt. Um 15,2 prósent sögðu það hvorki líklegt né ólíklegt.


Fimmtungur líklegur til ađ kjósa Evrópusinnađa hćgrimenn

Þegar skoðað er hvað þeir sem segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu styðja nýja framboðið kusu síðast sést að stuðningur við hægrisinnuðu Evrópusinnana er meira meðal þeirra sem kusu Samfylkinguna og Bjarta framtíð en meðal þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fyrir að þeir sem bendlaðir hafa verið við nýja framboðið séu, eða hafi verið, Sjálfstæðismenn.

Þannig segja 34 prósent þeirra sem kusu Samfylkinguna síðast það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjósa nýja framboðið, og 28,6 prósent þeirra sem kusu Bjarta framtíð. 

Um 15,7 prósent þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum segja það mjög eða frekar líklegt að þeir myndu styðja Evrópusinnana, og 13 prósent kjósenda Framsóknarflokksins segja það sama.

Þá segja 11,1 prósent þeirra sem kusu Vinstri grænna og 11 prósent þeirra sem kusu Pírata það mjög eða frekar líklegt að þau muni kjósa nýtt framboð, komi það fram.
Framboðið gæti notið heldur meiri stuðnings meðal karla en kvenna. Um 23,7 prósent karla segja mjög eða frekar líklegt að þeir myndu kjosa flokkinn, samanborið við 17,3 prósent kvenna

Niðurstöðum kannana ber saman
Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er þriðja könnunin sem hefur verið gerð opinber um stöðu mögulegs framboðs Evrópusinnaðra hægrimanna. Niðurstöðurnar eru mjög svipaðar og í könnun sem Capacent gerði fyrir hóp sem kannar möguleikana á stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem gerð var 3. til 10. apríl. Þar sögðust 21,5 prósent telja það líklegt eða öruggt að þeir myndu kjósa Evrópusinnaðan flokk hægra megin við miðju.

Spurt var með talsvert öðrum hætti í nýlegri könnun MMR. Þar sagði 38,1 prósent þátttakenda að til greina kæmi að kjósa nýtt framboð hægri manna sem nyti stuðnings Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn hefur ekki gefið til kynna að hann komi að þeim hópi sem nú kannar möguleikana á stofnun nýs stjórnmálaflokks.

Aðferðafræðin
Hringt var í 1.332 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 14. og 15. apríl. Svarhlutfallið var 60,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. 

Spurt var: Ef fram kæmi nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna, hversu líklegt er að þú myndir kjósa það? Alls tóku 62,4 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fimmtungur líklegur til ađ kjósa Evrópusinnađa hćgrimenn
Fara efst