Sport

Fimmtán ára skellti einni þeirri bestu í New York

Tómas Þór Þórðarson skrifar
CiCi Bellis skrifaði nafn sitt í sögubækurnar.
CiCi Bellis skrifaði nafn sitt í sögubækurnar. vísir/getty
CiCi Bellis, sem er fimmtán ára gömul og í 1.208. sæti á heimslistanum, gerði sér lítið fyrir og vann Dominiku Cibulkovu (12. sæti heimslistans) í fyrstu umferð opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi; 6-1 4-6 og 6-4.

Þetta eru ein ótrúlegustu úrslit sem sést hafa í tennis í langan tíma, en Bellis fékk keppnisrétt á mótinu með því að vinna bandaríska meistaramótið í stúlknaflokki.

Hún er sú yngsta sem vinnur leik á opna bandaríska síðan Anna Kournikova komst í fjórðu umferð mótsins árið 1996, en hún var þá 59 dögum yngri en Bellis.

Bellis er yngsti keppandinn á risamóti í tennis í níu ár, en hún hefur aldrei spilað á WTA-mótaröðinni. Þá hefur hún aðeins spilað tólf leiki á ITF-mótaröðinni sem er lægra skrifuð.

CiCi Bellis heitir fullu nafni Catherine Cartan Bellis og er fædd 8. apríl 1999. Hún er frá San Francisco og hélt upp á KimClijsters í æsku. Bellis æfði einnig knattspyrnu sem barn, en valdi tennis fram yfir boltann þegar hún var tíu ára gömul.

„Mér líður frábærlega - ég er alveg orðlaus,“ sagði Bellis hæstánægð eftir sigurinn. „Ég fór inn í leikinn hugsandi hversu góð reynsla þetta yrði, en mér datt aldrei í hug að ég myndi vinna.“

vísir/getty
vísir/getty
vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×