Innlent

Fíkniefni fundust í bílskúr

Atli Ísleifsson skrifar
Húsráðandi hafði heimilað leit og í bílskúr fannst meint kannabisefni í áldós og meint amfetamín í keramikglasi.
Húsráðandi hafði heimilað leit og í bílskúr fannst meint kannabisefni í áldós og meint amfetamín í keramikglasi. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Suðurnesjum fann nokkurt magn kannabisefna og amfetamíns í húsleit sem gerð var í umdæminu í fyrradag.

Húsráðandi hafði heimilað leit og í bílskúr fannst meint kannabisefni í áldós og meint amfetamín í keramikglasi.

Þar fannst einnig mikill búnaður til kannabisræktunar. Húsráðandi var handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Í tilkynningu minnir lögreglan  á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×