Formúla 1

FIA bannar frammistöðuskilaboð

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Franz Tost, getur ekki lengur sagt sínum ökumönnum hvar þeir geta bætt sig. Ekki frekar en aðrir liðsstjórar.
Franz Tost, getur ekki lengur sagt sínum ökumönnum hvar þeir geta bætt sig. Ekki frekar en aðrir liðsstjórar. Vísir/Getty
FIA, aðlþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi.

Umfjöllun um slíkt bann hefur verið í gangi að undanförnu. Hugmyndin er sú að ökumaður verði að aka bílnum einn og óstuddur.

Breytingarinnar var ekki að vænta fyrr en á næsta ári. Charlie Whiting, ræsir og regluvörður FIA hefur nú hins vegar sent tilkynningu til allra liða. Mun breytingin taka gildi strax samkvæmt tilkynningunni.

Reglubreytingin hefur þó ekki í för með sér algjört bann við talstöðvasamskiptum. Banninu er ætlað að koma í veg fyrir að ökumenn fái upplýsingar um frammistöðutengd atriði eins og hvar þeir eru hægari en liðsfélagi þeirra.

Breytingin verður rædd nánar næstu keppnishelgi, í Singapore, fyrir keppnina. Þá verður skorið nákvæmlega úr um hvaða skilaboð falla undir regluna.


Tengdar fréttir

Endurhæfing Schumacher færð á heimili hans

Talskona Michael Schumacher staðfesti í dag að Schumacher hefði verið fluttur af spítalanum í Lausanne á heimili sitt þar sem endurhæfingin mun halda áfram.

Lewis Hamilton vann á Monza

Lewis Hamilton vann ítalska kappaksturinn eftir að hafa ræst á ráspól en tapað forystunni í ræsingu. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg varð annar eftir óheppileg mistök. Felipe Massa á Williams átti rólegan dag en náði í þriðja sætið.

Luca di Montezemolo hættir hjá Ferrari

Luca di Mintezemolo hefur sjálfur staðfest að hann ætli að láta af störfum sem forseti Ferrari í næsta mánuði, eftir tveggja áratuga starf.

Renault og Ferrari vilja aflétta breytingabanni

Líkt og Ferrari gaf út fyrir skömmu, vill Renault nú einnig aflétta svokölluðu vélafrosti. Breytingabann er á keppnisvélum Formúlu 1 liða yfir tímabilið, nema að allir vélaframleiðendur samþykki að aflétta því.

Ferrari efast um að hægt verði að ná Mercedes 2015

Ferrari liðið hyggst mæta með fullkomlega endurhannaðan bíl til leiks 2015 en efast um að það dugi til að ná Mercedes. Gæði Mercedes vélarinnar séu of mikil til að hægt sé að snúa taflinu við í einu stökki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×