Innlent

Festist ofan á umferðarskilti í Reykjanesbæ

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Betur fór en á horfðist þegar ökumaður sem missti athyglina við akstur í Reykjanesbæ nú um helgina ók á blómaker og staðnæmdist ofan á umferðarskilti. Þar sat bíllinn fastur þar til dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bílinn ofan af því. Bíllinn reyndist að auki óökufær en ökumaðurinn slapp ómeiddur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en þar segir jafnframt að tveir ökumenn hafi verið handteknir um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra var tekinn á 120 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, en sá var án undir ökuréttinda og reyndist hafa neytt kannabisefna, amfetamíns og metamfetamíns. Hinn var á ferð í Grindavík og staðfestu sýnatökur á lögreglustöð neyslu hans á kannabis og amfetamíni.

Þá voru fimm ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, ýmist á Grindavíkurvegi eða Reykjanesbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×