Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 09:13 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan. Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira