MIŠVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER NŻJAST 10:20

Tvisvar bitinn ķ typpiš af kónguló

FRÉTTIR

Féllu ķ hįlku og runnu nišur um 100 metra

 
Innlent
16:47 06. FEBRŚAR 2016
Žyrla Landhelgisgęslunnar sótti göngufólk sem rann til ķ hįlku og féll nišur hlķš ķ Skaršsdal į Skaršsheiši.
Žyrla Landhelgisgęslunnar sótti göngufólk sem rann til ķ hįlku og féll nišur hlķš ķ Skaršsdal į Skaršsheiši. VĶSIR

Karl á fimmtugsaldri og kona á sjötugsaldri skrikaði fótur í hálku í um 6-700 metra hæð og runnu þau niður um 100 metra niður hlíð. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landsspítala í Fossvogi.

Voru þau á göngu með gönguhóp í Skarðsdal á Skarðsheiði fyrr í dag er þau runnu í hálku. Slösuðust þau við fallið og var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út ásamt þrjátíu manna björgunarliði frá Akranesi, Borgarfirði og úr Borgarnesi.

Þyrlan sótti göngufólkið en voru björgunarsveitir ekki komnar á slysstað þegar þyrlan mætti. Greiðlega gekk að búa um hina slösuðu en aðstæður á slysstað voru erfiðar. Var hinum slösuðu flogið með þyrlunni á Landsspítala í Fossvogi þar sem þau hljóta nú aðhlynningu. Verður samferðamönnum hinna slösuðu boðið upp á áfallahjálp.


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Féllu ķ hįlku og runnu nišur um 100 metra
Fara efst