FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 23:30

Nowitzki hermdi eftir furđuvíti Zaza | Myndband

SPORT

Féllu í hálku og runnu niđur um 100 metra

 
Innlent
16:47 06. FEBRÚAR 2016
Ţyrla Landhelgisgćslunnar sótti göngufólk sem rann til í hálku og féll niđur hlíđ í Skarđsdal á Skarđsheiđi.
Ţyrla Landhelgisgćslunnar sótti göngufólk sem rann til í hálku og féll niđur hlíđ í Skarđsdal á Skarđsheiđi. VÍSIR

Karl á fimmtugsaldri og kona á sjötugsaldri skrikaði fótur í hálku í um 6-700 metra hæð og runnu þau niður um 100 metra niður hlíð. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Landsspítala í Fossvogi.

Voru þau á göngu með gönguhóp í Skarðsdal á Skarðsheiði fyrr í dag er þau runnu í hálku. Slösuðust þau við fallið og var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út ásamt þrjátíu manna björgunarliði frá Akranesi, Borgarfirði og úr Borgarnesi.

Þyrlan sótti göngufólkið en voru björgunarsveitir ekki komnar á slysstað þegar þyrlan mætti. Greiðlega gekk að búa um hina slösuðu en aðstæður á slysstað voru erfiðar. Var hinum slösuðu flogið með þyrlunni á Landsspítala í Fossvogi þar sem þau hljóta nú aðhlynningu. Verður samferðamönnum hinna slösuðu boðið upp á áfallahjálp.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Féllu í hálku og runnu niđur um 100 metra
Fara efst