Fékk viðurkenningarskjal fyrir heimsmet á hjólabretti 4. ágúst 2011 14:27 Hlynur með viðurkenningarskjalið frá Guinness World Records Mynd úr einkasafni „Það er mikill heiður að eiga svona og þá sérstaklega að feta í fótspor pabba," segir Hlynur Gunnarsson, sem nýlega fékk sent viðurkenningarskjal frá Guinness World Records, eftir að hann sló heimsmet í að halda jafnvægi á tveimur hjólum á hjólabretti í desember í fyrra. Hlynur hélt jafnvægi á hjólabrettinu í 3 mínútur og 5,2 sekúndur sem var þá besti tími í heiminum í greininni. Tæpum mánuði síðar, eða í janúar á þessu ári, sló annar hjólabrettakappi metið og hélt jafnvæginu í 4 mínútur og 55 sekúndur. Hann er því löggiltur heimsmethafi í greininni en Hlynur ætlar ekki að leyfa honum að eiga metið mikið lengur. „Ég á eftir að bæta það og stefni á að gera það í þessum mánuði. Persónulega metið mitt er 15 mínútur og 16 sekúndur," segir Hlynur en til að fá heimsmet staðfest af Guinness World Records þarf að uppfylla ýmsar kröfur. „Það er þvílíkt basl að standa í þessu, það þarf að fá vitni, blaðamenn, ljósmyndara og menn á upptökuvélum og ýmislegt fleira."Faðir Hlyns, Gunnar Martin Úlfsson, við seglbátinn sem hann smíðaði úr DV-blöðum og sigldi frá Reykjavík áleiðis til Akraness árið 1989.Mynd úr DV af Timarit.isÞað eru ekki margir Íslendingar sem eiga heimsmet hjá Guinness World Records en Hlynur þarf ekki að leita langt til að eiga fyrirmynd í þeim efnum. „Pabbi minn sigldi á víkingabát árið 1989 sem var búinn til úr dagblöðum, pappa, lími og lakki og á heimsmetið í því," segir hann en faðir hans, Gunnar Martin Úlfsson, fékk þó ekki viðurkenningarskjal í hendurnar heldur er hann í Guinness World Record bókinni. Hann ætlar svo að hengja viðurkenningarskjalið upp á vegg í stofunni heima hjá sér sem allra fyrst. „Þetta mun fara upp á vegg en af því maður býr á Stúdentagörðunum getur maður ekki neglt nagla hvar sem er," segir hann kíminn. Hlynur hefur „skeitað" í yfir fimmtán ár og segist alls ekki vera að fara hætta. „Ég er núna kominn með konu og tvö börn en maður reynir að kreista út tíma til að renna sér," segir hann en börnin hans eru ekki orðin nógu gömul til að feta í fótspor pabba síns á brettinu. „Ég keypti reyndar hlaupahjól handa dóttur minni um daginn en var hálfsmeykur að hún myndi detta á því, en áhuginn er klárlega til staðar hjá henni," segir hjólabrettakappinn að lokum. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
„Það er mikill heiður að eiga svona og þá sérstaklega að feta í fótspor pabba," segir Hlynur Gunnarsson, sem nýlega fékk sent viðurkenningarskjal frá Guinness World Records, eftir að hann sló heimsmet í að halda jafnvægi á tveimur hjólum á hjólabretti í desember í fyrra. Hlynur hélt jafnvægi á hjólabrettinu í 3 mínútur og 5,2 sekúndur sem var þá besti tími í heiminum í greininni. Tæpum mánuði síðar, eða í janúar á þessu ári, sló annar hjólabrettakappi metið og hélt jafnvæginu í 4 mínútur og 55 sekúndur. Hann er því löggiltur heimsmethafi í greininni en Hlynur ætlar ekki að leyfa honum að eiga metið mikið lengur. „Ég á eftir að bæta það og stefni á að gera það í þessum mánuði. Persónulega metið mitt er 15 mínútur og 16 sekúndur," segir Hlynur en til að fá heimsmet staðfest af Guinness World Records þarf að uppfylla ýmsar kröfur. „Það er þvílíkt basl að standa í þessu, það þarf að fá vitni, blaðamenn, ljósmyndara og menn á upptökuvélum og ýmislegt fleira."Faðir Hlyns, Gunnar Martin Úlfsson, við seglbátinn sem hann smíðaði úr DV-blöðum og sigldi frá Reykjavík áleiðis til Akraness árið 1989.Mynd úr DV af Timarit.isÞað eru ekki margir Íslendingar sem eiga heimsmet hjá Guinness World Records en Hlynur þarf ekki að leita langt til að eiga fyrirmynd í þeim efnum. „Pabbi minn sigldi á víkingabát árið 1989 sem var búinn til úr dagblöðum, pappa, lími og lakki og á heimsmetið í því," segir hann en faðir hans, Gunnar Martin Úlfsson, fékk þó ekki viðurkenningarskjal í hendurnar heldur er hann í Guinness World Record bókinni. Hann ætlar svo að hengja viðurkenningarskjalið upp á vegg í stofunni heima hjá sér sem allra fyrst. „Þetta mun fara upp á vegg en af því maður býr á Stúdentagörðunum getur maður ekki neglt nagla hvar sem er," segir hann kíminn. Hlynur hefur „skeitað" í yfir fimmtán ár og segist alls ekki vera að fara hætta. „Ég er núna kominn með konu og tvö börn en maður reynir að kreista út tíma til að renna sér," segir hann en börnin hans eru ekki orðin nógu gömul til að feta í fótspor pabba síns á brettinu. „Ég keypti reyndar hlaupahjól handa dóttur minni um daginn en var hálfsmeykur að hún myndi detta á því, en áhuginn er klárlega til staðar hjá henni," segir hjólabrettakappinn að lokum.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira