Innlent

Fékk flogakast við Dettifoss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Dettifossi
Frá Dettifossi vísir/vilhelm
Þakklæti var efst í huga manns sem hringdi inn í Reykjavík Síðdegis í dag og deildi með hlustendum sögu sinni af því þegar hann fékk flogakast nærri Dettifossi fyrir um tveimur vikum síðan.

Maðurinn, sem kynnti sig sem Ásgeir, hafði verið að fara hringveginn með félaga sínum þegar hann hneig niður við fossinn. Vinur hans kallaði á hjálp á meðan ferðamenn, sem ekki töluðu íslensku, fylgdust grunlausir með.

„Ég vildi endilega þakka sjúkraflutningamönnum frá Húsavík sem fluttu mig til Húsavíkur og svo á Akureyri,“ sagði Ásgeir áður en hann var beðinn um að lýsa því hvernig það er að fá flogakast.

„Þú færð sjóntruflun og svo bara fellurðu niður,“ sagði hann og bætti við að mikilvægast væri að huga að legu tungunnar í munni þess sem fær flogakast ef að passa á að hann bíti tunguna ekki af.

Erfitt getur reynst að eiga við slík tilfelli enda standa köstin ekki lengi yfir, jafnvel fimm til tíu mínútur, og fólk kemst alla jafna úr ástandinu að sjálfu sér eins og fram kom í spjallinu sem heyra má hér að ofan.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×