MIĐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR NÝJAST 10:54

Sky Sports: Rooney ekki á leiđinni til Kína

SPORT

Fékk ekki ađ taka ungabarn međ sér í setustofu Icelandair ţví hann mátti ekki taka međ sér gest

 
Innlent
15:11 10. FEBRÚAR 2016
Guđjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skilmála ţeirra korta sem veita ađgang ađ Saga Lounge skýra.
Guđjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skilmála ţeirra korta sem veita ađgang ađ Saga Lounge skýra. VÍSIR/ANTON BRINK

Farþegi sem fór í flug með Icelandair á dögunum og var á ferðalagi með fjögurra mánaða gamalli dóttur sinni fékk ekki að taka hana með sér inn í setustofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli, svokallað Saga Lounge.

Kom þetta farþeganum nokkuð á óvart en hann er handhafi American Express-kreditkorts sem veitir aðgang að setustofunni en handhafar kortsins mega hins vegar ekki taka með sér gest í Saga Lounge. Því mátti farþeginn ekki taka dóttur sína með sér inn.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir skilmála þeirra korta sem veita aðgang að Saga Lounge skýra.

„Reynslan er sú að það er afar erfitt að draga aðra línu en þá að „gestur“ eigi við alla einstaklinga aðra en handhafa. Það er erfitt, svo dæmi sé tekið, að heimila einum með þetta kort að taka 3 mánaða barn með, en banna öðrum að taka með eins árs gamalt barn, eða fimm ára barn, og svo framvegis. Þess vegna er þessu framfylgt svona,“ segir Guðjón og bætir við að önnur kort, til dæmis gull-og silfurkort Icelandair, heimili handhafa að taka með sér gesti. Þá gildi einu hvort um barn eða fullorðinn einstakling er að ræða. Auk þess fá börn sem ferðast á Saga Class eða Comfort aðgang að setustofunni líkt og aðrir sem ferðast á þeim farrýmum.

Í setustofunni er þeim sem hafa aðgang boðið upp á drykki og léttar veitingar þeim að kostnaðarlausu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fékk ekki ađ taka ungabarn međ sér í setustofu Icelandair ţví hann mátti ekki taka međ sér gest
Fara efst