Lífið samstarf

Fatlað fólk á rétt til sífellt batnandi lífskjara án mismununar vegna fötlunar

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.

Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. 151 land hefur fullgilt samninginn. Einungis fjögur Evrópulönd eiga eftir að fullgilda hann, Finnland, Írland, Holland og Ísland.

Lesendur er hvattir til að skrifa undir áskorun til stjórnvalda á síðunni obi.is/askorun.

Öryrkjabandalagið hefur látið gera myndbönd til að styðja við áskorunina og fjallar myndbandið hér að ofan um örorkulífeyri.

Örorkulífeyrir

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk segir:

Fatlað fólk á rétt til sífellt batnandi lífskjara án mismununar vegna fötlunar og skulu opinber yfirvöld og stofnanir vinna í samræmi við ákvæði hans.

Fatlað fólk er metið til örorku hjá Tryggingarstofnun ríkisins og á samkvæmt því rétt á örorkugreiðslum sér til framfærslu. Atvinnutekjur, vextir, verðbætur, söluhagnaður, leigutekjur, og lífeyrissjóðstekjur geta haft áhrif til lækkunar örorkugreiðslna. Þær lækka einnig þegar viðkomandi fer í sambúð eða þegar barn viðkomandi þess verður 18 ára, þar sem heimilisuppbótin fellur niður. Við 18 ára aldur barns fellur barnalífeyrinn einnig niður, þó ungmennið sé enn á framfæri foreldris.


Tengdar fréttir

Fatlað fólk á rétt á upplýsingum að eigin vali

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.

Fatlað fólk á sama rétt og aðrir

KYNNING: Öryrkjabandalag Íslands skorar þessa dagana á íslensk stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eigi síðar en á haustþingi 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×