Innlent

Fastafulltrúi Íslands fordæmdi framgöngu beggja aðila

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gréta Gunn­ars­dótt­ir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum
Gréta Gunn­ars­dótt­ir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Gréta Gunn­ars­dótt­ir, fasta­full­trúi Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum, for­dæmdi í brot Ísra­ela og Palestínu­manna á alþjóðleg­um mannúðarlög­um á opn­um fundi Örygg­is­ráðsins í kvöld. Gréta hélt ræðu á fundinum sem tók sérstaklega á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún áréttaði sjónarmið íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og harmaði um leið það mannfall sem orðið hefur meðal óbreyttra borgara á síðustu dögum.

Í ræðu Grétu kom fram að framganga Ísraelshers vekti upp spurningar um hvort meðalhófs sé gætt í samræmi við alþjóðalög og -skuldbindingar. Þar segir að ástandið á Gaza kalli á tafarlaust vopnahlé til að skapa grundvöll að varanlegri lausn. Þá er kallað eftir því að öryggisráðið axli ábyrgð sína og taki á málinu með afgerandi hætti.

Í því samhengi minnti hún á að um þessar mundir séu tíu ár síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag hafi gefið það álit sitt að veggurinn sem reistur var á hernumdu svæðunum brjóti í bága við alþjóðalög. Hernámið hafi áhrif á daglegt líf Palestínumanna og brjóti mannréttindi þeirra, eins og eignarétt, funda- og tjáningarfrelsi og réttinn til menntunar.

„Her­námið hef­ur enn áhrif á dag­legt líf Palestínu­manna og haml­ar ferðaf­relsi þeirra og dreg­ur úr lífs­gæðum. Við skul­um einnig minn­ast þess að átta ár eru síðan umsátrið um Gaza hófst með þeim skelfi­legu af­leiðing­um sem af því hef­ur leitt,“ sagði Gréta í því samhengi.

Fasta­full­trúinn sagði enn fremur í ræðu sinni að upp­haf og end­ir átak­anna og mann­falls síðustu daga fæl­ist í her­námi Ísra­els­stjórn­ar á Gaza og Vest­ur­bakk­an­um, Aust­ur-Jerúsalem þar með talið. Jafnframt var framlagi Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til að miðla málum fagnað og skorað á hann að halda áfram að beita sér að varanlegri lausn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×