Innlent

Fárviðri út af Vopnafirði

Jakob Bjarnar skrifar
Rúmir fimmtíu metrar á sekúndu jafngildir fárviðri.
Rúmir fimmtíu metrar á sekúndu jafngildir fárviðri. visir/gva
Þegar síldveiðiskipið Faxi var á leið til Vopnafjarðar í fyrrinótt sló vindhraðamælir skipsins upp í 51 metra á sekúndu, sem jafngildir fárviðri.

Á heimasíðu HB Granda segir af þessu en þar greinir Albert Sveinsson skipstjóri frá erfiðri siglingu skipsins sem þá að koma af síldarmiðunum vestur af landinu og var að sigla upp með Austfjörðunum. Það varð skipverjum til happs að vindur stóð af landi þegar verst var og með því að sigla eins grunnt og nærri landi og hægt var, var skipið í þokkalegu skjóli af landi og lá aldrei undir áföllum.

Annars eru síldveiðiskipin aftur að týnast á miðin djúpt úti af Snæfellsnesi, eftir bræluna.

51 meter á sekúndu er býsna mikill vindhraði. Í grein eftir Trausta Jónsson veðurfræðing, sem finna má á vef Veðurstofu Íslands, er mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998. Þetta var klukkan 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu: 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. „Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík,“ skrifar Trausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×